Líf rafhlöðu

Leiðbeiningar um rafhlöðuendingu

Rafhlöðuending er eitt stærsta áhyggjuefni hugsanlegra kaupenda þegar þeir íhuga kaup á rafbíl. Skerðing á afköstum rafhlöðunnar með tímanum er áhyggjuefni sem og aðrar áhyggjur varðandi drægni og óttinn við að hleðslan klárist í miðri ferð, slíkt þekkist undir nafninu drægniskvíði.

Eins og með allar rafhlöður missa rafhlöður í rafbílum eitthvað af getu sinni með tímanum. Hversu lengi endast rafhlöður og hvernig getum við lengt rafhlöðuendingu rafbíla?

Battery safety poster smaller

Úr hverju eru rafhlöður rafbíla gerðar?

Flestar rafhlöður rafbíla eru gerðar úr litíumjóni og virka á sama hátt og rafhlöður í heimilistækjum, farsímum og fartölvum.

Hve lengi endast rafhlöður rafbíla?

Rafhlöður rafbíla fara í gegnum ferli „losunar“ sem eiga sér stað við akstur og „hleðslu“ þegar bíllinn er tengdur við rafmagn. Endurtekning á þessu ferli með tímanum hefur áhrif á hleðslumagn rafhlöðunnar, sem dregur úr drægni og þeim tíma sem þarf á milli aksturs og hleðslu.

Núverandi spá er sú að rafhlöður muni endast í 10-20 ár áður en skipta þarf um þær. Framfarir í tækni þýða þó að nýjustu rafhlöður rafbíla eru með lengri endingartíma en nokkru sinni fyrr, þar á meðal MG ZS EV en honum fylgir 7 ára / 150.000 km ábyrgð.

Þetta gæti virst merkilegt þegar haft er í huga að rafhlaðan í farsímanum byrjar að slitna eftir aðeins nokkur ár, en á þeim tíma gæti hún hafa verið fullhlaðin og tæmd hundruð sinnum. Hvert af þessum svokölluðu hleðsluferlum hefur áhrif á endingartíma rafhlöðunnar. Eftir kannski 500 heilar lotur, byrjar litíumjónarafhlaðan að missa verulegan hluta af afkastagetunni sem hún hafði þegar hún var ný.

Þó að nokkur ár gæti verið viðunandi hvað síma varðar, þá er það ekki nógu gott fyrir bíl sem er hannaður til að endast mörg þúsund kílómetra. Því leggja framleiðendur rafbíla sig fram við að láta rafhlöðurnar endast lengur.

Í rafbíl eins og MG ZS EV eru rafhlöður „jafnaðar“, sem þýðir að ökumenn geta ekki notað allt það afl sem þær geyma sem fækkar þeim lotum sem rafhlaðan fer í gegnum. Þetta þýðir, ásamt annarri tækni á borð við vökvakælikerfi, að rafhlöður rafbíla ættu að endast í mörg ár.

Hvernig á að lengja endingartíma rafhlöðu rafbíla

Endingartími rafhlöðupakkans veltur oft á því hversu mikið hann er hlaðinn. Þú getur lengt endingartíma rafhlaðanna með því að hlaða þær aðeins á milli 20% og 80% og reynt að láta þær ekki fara of oft undir 50% hleðslu. Ef farið er út fyrir þessi mörk getur aukið það hraða slits á rafhlöðunni með tímanum. Ofhleðsla getur einnig valdið efnabreytingum í rafhlöðunni sjálfri, sem aftur gæti haft neikvæð áhrif á hversu skilvirkt rafhlaðan geymir orku. Þú ert í raun að leitast eftir því að fækka hleðslulotum rafhlöðunnar þinnar á endingartíma hennar

Annar þáttur er hitastig. Mikill kuldi eða hiti getur haft neikvæð áhrif á rafhlöðu bílsins og þannig drægni hans. Gott er að hafa slíkt í huga.

Battery lose charge

Af hverju missir rafhlaða rafbíls hleðslu?

Með tímanum geta lotur „hleðslu“ og „losunar“ hverrar litíumjónarafhlöðu skert hve mikilli hleðslu rafhlaðan getur haldið og því hversu langt hægt er að aka rafbílnum áður en hlaða þarf hann.

Að skipta um rafhlöðu rafbíls

Endingartími rafhlöðu rafbíls er að meðaltali um 10 ár en sumar endast í allt að 20 ár. Því er engin þörf á að hafa áhyggjur af því að skipta um rafhlöðu áður en þú hefur jafnvel keypt nýjan bíl.

Ef rafhlaðan er höfð tæmd og bíllinn er ekki notaður getur það orðið til þess að rafhlöðupakkinn taki ekki lengur við hleðslu. Margir rafbílar, þar á meðal MG ZS EV, eru með kerfi sem koma í veg fyrir að rafhlaðan tæmist að fullu.

Þú gætir orðið þess áskynja að rafhlaðan missir afkastagetu sína með tímanum. Þetta er eðlilegt og oft vegna langvarandi notkunar. Kynntu þér ábyrgðina ef bilun á sér stað í rafhlöðunni.

Finna
MG-umboðsaðila

Umboðsaðili
Þjónusta
${searchError}

${ selectedStore.title }

${ selectedStore.street }
${ selectedStore.zip } ${ selectedStore.city }
${ selectedStore.email }