Við eigum langa
sögu að baki

MG hefur verið á undan sinni samtíð allt frá upphafi þegar vörumerkið var stofnað í bílskúr Morris árið 1924. Nú geta kynslóðir okkar tíma valið bíl frá þessu sögufræga vörumerki; endurfæddan, rafmagnaðan og tilbúinn til framtíðar.

Sjálfbær akstur

MG mun bjóða breiða línu sjálfbærra rafbíla og nýorkubíla fyrir Evrópubúa. Þeir verða hannaðir og framleiddir sérstaklega fyrir þá; einstakar óskir þeirra og langanir.

Fyrir alla

MG er ekki bara fyrir þá heppnu. Þvert á móti gerir MG rafknúinn akstur aðgengilegan fyrir alla. Á grunni mikillar velgengni hins 100% rafmagnaða MG ZS EV og boðun fleiri sjálfbærra bifreiða á næstu árum sýnir MG fulla skuldbindingu sína við hinn rafknúna samgöngumáta.

Byrjaðu rafmagnað lífið með MG!

MG aðstoðar þig til að hefja rafknúinn samgöngumáta þinn með vel hannaðri, tæknivæddri og umhverfismeðvitaðri akstursupplifun sem er í senn hagnýt, örugg og á viðráðanlegu verði.

Í Evrópu fyrir Evrópubúa

MG er hannaður með Evrópubúa í huga sem bjóðast nú sjálfbærir, flottir og hagnýtir bílar á viðráðanlegu verði. MG er þróaður í hönnunardeild MG í Shanghai í samstarfi við háþróaða hönnunarstofu í London, framleiddur í Kína og nú þegar fáanlegur í ýmsum löndum Evrópu.

Móðurfélag MG

Móðurfélag MG er SAIC Motor (Shanghai Automobile Industry Corporation) sem er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og sá fyrsti í Kína með árlega sölu yfir sjö milljónum eintaka. Meðal dótturfyrirtækja SAIC Motor eru Morris Garages (MG), Roewe og Maxus, en einnig SAIC Volkswagen, SAIC-GM og fleiri.

Liverpool Football Club

MG Motor er opinber alþjóðlegur samstarfsaðili Liverpool Football Club. Samstarf hins heimsþekkta enska knattspyrnuliðs og hins breskættaða bílaframleiðanda nær nú til alþjóðamarkaða.

Á meðan Liverpool Football Club hefur verið í fremstu víglínu hinnar alþjóðlegu knattspyrnuíþróttar í meira en 130 ár státar MG Motor af glæsilegri arfleifð sem framleiðandi vinsælla og sportlegra bifreiða frá árinu 1924. Undirritun nýja samstarfssamningsins, sem byggir á grunni sameiginlegrar pörunar í heimi íþróttanna, vekur vonir beggja aðila um spennandi tíma í áframhaldandi samstarfi þeirra í framtíðinni.

Finna
MG-umboðsaðila

Umboðsaðili
Þjónusta
${searchError}

${ selectedStore.title }

${ selectedStore.street }
${ selectedStore.zip } ${ selectedStore.city }
${ selectedStore.email }